Notalegur vínbar í hjarta Selfoss
Risið – vínbar er hlýr og notalegur vínbar/veislusalur staðsettur á 2. hæð mathallarinnar í miðbænum á Selfossi.
Risið er tilvalinn staður til að stoppa og njóta góðra vína og kokteila í afslöppuðu og þægilegu umhverfi.
Lagt er upp með að hafa notalega stemningu – tónlistin er alltaf hóflega stillt og hlýlegt andrúmsloft.
Á staðnum er fallegur og hljómfagur flygill sem er notaður við einstök tækifæri á lifandi tónlistarkvöldum, við samsöng og önnur tækifæri.
Salurinn getur tekið við allt að 130 gestum allt eftir tilefni og uppstillingu og hverju sinni.
Komdu við og njóttu góðra veiga eða hafðu samband við okkur til þess að leigja Risið fyrir þinn hóp.
...af góðum stundum